Metnaður ráðherra meiri en tímarammi

Alþingi | 23. júní 2025

Metnaður ráðherra meiri en tímarammi

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir stöðu þingsins vera óbreytta frá því undir lok síðustu viku en það er áfram með öllu óljóst hvenær þingmenn fá að fara í sumarfrí.

Metnaður ráðherra meiri en tímarammi

Alþingi | 23. júní 2025

Þingstörf Stjórnarflokkarnir segja unnt að ljúka þingi fljótt náist samkomulag. …
Þingstörf Stjórnarflokkarnir segja unnt að ljúka þingi fljótt náist samkomulag. Stjórnarandstaðan telur meirihlutann ætla sér um of. Morgunblaðið/Eyþór

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir stöðu þingsins vera óbreytta frá því undir lok síðustu viku en það er áfram með öllu óljóst hvenær þingmenn fá að fara í sumarfrí.

Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir stöðu þingsins vera óbreytta frá því undir lok síðustu viku en það er áfram með öllu óljóst hvenær þingmenn fá að fara í sumarfrí.

„Það er verið að ræða veiðigjöld í annarri umræðu og hún virðist ætla að verða löng,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. Hún segir tugi mála bíða eftir að komast í umræður.

Stjórnarandstaðan telur meirihlutann ætla sér um of, en stjórnarflokkarnir segja unnt að ljúka þingi fljótt náist samkomulag.

mbl.is