„Það eru nokkrir áfangastaðir sem ég held sérstaklega upp á en ég veit líka að ég á eftir að heimsækja staði sem eiga eftir að vera í uppáhaldi þegar ég gef mér tíma til þess að fara þangað,“ segir Berglind Hafliðadóttir sem stofnaði ferðafyrirtækið 360 Wanderlust vorið 2022 þegar ferðaþjónustan var að vakna til lífsins eftir kórónaveirufaraldurinn.
„Það eru nokkrir áfangastaðir sem ég held sérstaklega upp á en ég veit líka að ég á eftir að heimsækja staði sem eiga eftir að vera í uppáhaldi þegar ég gef mér tíma til þess að fara þangað,“ segir Berglind Hafliðadóttir sem stofnaði ferðafyrirtækið 360 Wanderlust vorið 2022 þegar ferðaþjónustan var að vakna til lífsins eftir kórónaveirufaraldurinn.
„Það eru nokkrir áfangastaðir sem ég held sérstaklega upp á en ég veit líka að ég á eftir að heimsækja staði sem eiga eftir að vera í uppáhaldi þegar ég gef mér tíma til þess að fara þangað,“ segir Berglind Hafliðadóttir sem stofnaði ferðafyrirtækið 360 Wanderlust vorið 2022 þegar ferðaþjónustan var að vakna til lífsins eftir kórónaveirufaraldurinn.
„Af þeim stöðum sem ég hef heimsótt held ég mikið upp á Marrakech og kemur það til af mörgu. Ég hef heimsótt Marrakech árlega síðustu tíu ár vegna vinnu og kann betur að meta borgina með hverju árinu.“
Berglind segir innfædda ávallt hafa mætt sér með hlýju og einlægni. Sagan, umhverfið, veitingastaðirnir og hvernig byggt hefur verið upp í medínunni, eftir þröngum götum og húsasundum, stendur allt upp úr.
„Eftirminnilegasta ferðin mín til Marrakech er frá árinu 2023 en kvöldið eftir komu sátum við, ég með mínum vinum og kollegum í kvöldmat á einum af okkar uppáhalds veitingastöðum í medinunni þegar stór jarðskjálfti á skalanum 6,8 reið yfir svæðið og kostaði tæplega 3.000 manns lífið og 6.000 slösuðust,“ segir Berglind.
„Við sem sátum til borðs héldum að þetta væru endalokin.“
Lífsreynsla sem engan langar að upplifa en í aðstæðunum segir hún hve magnað var að fylgjast með hvernig samfélagið brást við og fólk stóð saman. Mikið var um eftirskjálfta og var vinnuferð þeirra aflýst á sama tíma og lýst var yfir tíu daga þjóðarsorg. Þau tóku þó ákvörðun um að verja dögunum í Marrakech.
„Þessir dagar kenndu okkur mikið.“
Berglind hóf MBA-nám við Háskólann í Reykjavík haustið 2019 og eftir fyrstu önnina skall kórónaveirufaraldurinn og eftir útskrift stóð hún frammi fyrir ákvörðun hvort hún ætlaði sér að halda áfram að starfa fyrir aðra eða fara út í sjálfstæðan rekstur.
„Ég hef starfað í ferðaþjónustu og greinum tengdum ferðaþjónustu nánast samfleytt frá 1997 en þá hóf ég störf á Hótel Loftleiðum í gestamóttöku þar og á Hótel Esju, ég hóf störf hjá Bláa Lóninu árið 2009 en þá var landslagið í ferðaþjónustu gjörólíkt því sem það er í dag. Fyrirtæki og samfélagið allt var að standa upp eftir bankahrunið og miklar áskoranir framundan í ferðaþjónustu. Svo hófst gos í Eyjafjallajökli vorið 2010 sem segja má að hafi neglt Íslandi á kortið sem áfangastað og ævintýralegir tímar tóku við, ekki á einni nóttu en jafnt og þétt.“
Berglind segir innviði hafa verið takmarkaða á þessum tíma sem og framboð á gæðagistingu og afþeyingu. „Sem hefur tekið algjörum stakkaskiptum á síðustu 15 árum og gerir enn.“
Óbilandi trú hennar á greininni og áhugi hennar á ferðalögum og nýjum upplifunum áttu þátt í sýn hennar á verkefnið sem varð að fyrirtækinu 360 Wanderlust, en nafnið þýðir ferða- eða eða flökkuþrá. „Og 360 stendur fyrir 360 (gráður), heilan hring sem snýr að þjónustunni sem við bjóðum upp á, frá upphafi til enda ferðar,“ útskýrir Berglind.
„Sú þekking og reynsla sem ég hef aflað mér á rúmlega 20 árum í ferðaþjónustu er grunnurinn að mínu fyrirtæki og rekstrarmódeli í dag. 360 Wanderlust býður upp á sérsniðnar ferðir um allan heim. Hvort sem um ræðir sérsniðnar golfferðir vina eða hópa, fjölskylduferðir til Evrópu, Afríku, Asíu eða Suður Ameríku. Þar sem ég bý að sterku tengslaneti við fagaðila um allan heim, tryggir það gestum bestu gæði og öryggi þegar kemur að skipulagningu og upplifun, svo ekki sé minnst á tímasparnað og áhyggjuleysi.“
Berglind segist ekki líta svo á að það „að ferðast“ sé það sama og að „fara til útlanda í frí“. Það er áhugavert heyra hvernig hún, hokin af reynslu í ferðabransanum, skilgreinir orðin ferðalög og frí.
„Hvort tveggja er nauðsynlegt finnst mér, í jafnvægi hvort við annað, gott frí í slökun til að hlaða er nauðsynlegt en það að svala ferðaþörfinni er annars konar. Til þess að fá hvað mest út úr ferðalagi og að kynnast áfangastað, menningu hans, fólki og því besta sem staðurinn hefur upp á að bjóða, myndi ég alltaf mæla með að leita ráða hjá heimamönnum eða fagaðila, ferðaskipuleggjanda eða skrifstofu, það má líkja þessu saman við að borða heima eða fara út að borða. Fiskur á mánudögum og pizza á föstudögum er gott plan en stundum langar manni að tríta bragðlaukana og bjóða þeim í ferðalag, þá færðu kokk í verkefnið.“
Fyrir utan Marrakech segir Berglind Ítalíu vera í sérstöku uppáhaldi og alla þá flóru sem landið hefur uppá að bjóða.
„Matarkistan Emilia Romagna, Róm og umhverfi sem er eins og taka skref aftur tímann innan um fornminjar borgarinnar á hverju horni, Puglia, Sikiley, Dolomitar og svo mætti lengi telja,“ segir hún og ítrekar aftur munninn á fríi og ferðalögum, en það síðarnefnda er það sem fyrirtæki þjónustar viðskiptavini sína í að skipuleggja svo ferðalangar fái það besta út úr þeim áfangastað sem þeir fara til.
Það liggur beinast við að spyrja um ferðaráð frá Berglindi og áhugavert að heyra t.d. hvernig pakka eigi í tösku?
„Þetta er frábær spurning fyrir manneskju eins og mig sem, þrátt fyrir að hafa farið í 145 ferðir á síðustu 13 árum og flogið sem jafngildir 29 hringi í kringum jörðu að meðtöldum covid-árunum, og er samt ekki enn búin að læra að pakka létt!“
Þó segir hún það ágætis reglu að fara yfir hvern dag í ferðaplaninu, hvort sem um ræðir vinnuferð eða frí, og fá þannig yfirlit yfir hvað sé nauðsynlegt og hvað megi missa sín.
„Það sem er alveg heilagt í mínum bókum er að ég ferðast alltaf með eigin kodda, dúnkodda, sem fer í handfarangur. Ég er alltaf búin að hlaða niður þáttum, hlaðvarpsþáttum eða annarri afþreyingu til þess að hafa um borð. Þægileg ferðaföt eru líka mikilvæg, engin pils, kjólar eða hælar. Gott og þægilegt flug skiptir miklu upp á hversu vel upplagður maður er við komu á áfangastað.“
Það er eitt og annað sem týnist til en ferðahátalari er bráðnauðsynlegur fyrir Berglindi sem hlustar á útvarpið inni á hótelherbergi þegar hún gerir sig klára í daginn. „Og svo er ég alltaf með „neyðar-zip-lock“ með blöðruplástrum, verkjatöflum, ofnæmistöflum o.þ.h.“
Fólk hefur vissulega mismunandi smekk á ferðalögum, sumir vilja vera í miklu fjöri á meðan aðrir vilja slaka meira á. Þeir síðarnefndu forðast eflaust sprungna ferðamannastaða eins og heitan eldinn.
„Ef staðurinn er út um allt á Instagram og allir að deila þá er það sterk vísbending um að allir og amma þeirra séu þar á sama tíma. Þetta á í raun við um þegar áfangastaðir fá mikla athygli og dreifingu á samfélagsmiðlum.“
Í því samhengi nefnir Berglind þáttaröðina The White Lotus, en hún segir að kjölfar fyrstu og annarrar seríu hafi ferðamannastraumur til Havaí og Sikileyjar aukist um 300%.
„Sem er auðvitað frábært fyrir áfangastaðinn en getur komið niður á upplifun gesta sökum átroðnings. Hlutirnir gerast hratt og ferðamannastaðir eru á stanslausu iði og fara í hringi, það er kúnst að hitta á rétta tímann fyrir rétta áfangastaðinn, frábært dæmi um heilan hring hvað það varðar er Íbiza, áfangastaður sem er búinn að fara í gegnum algjöra endurnýjun hvað ímynd og upplifun varðar.“
Innt eftir hvaða beri helst að varast á ferðalagi segir Berglind það vera ansi misjafnt eftir áfangastað en að þetta „týpíska“; vasaþjófar, leigubílar, klakar í drykkjum, óhreint drykkjarvatn og hraðbankar er eitthvað sem þurfi að hafa hugfast.
„Ekki ganga einsömul á stöðum sem eru ókunnir, ekki vera augljóslega að elta google-maps í símanum, illa ratandi. Á framandi slóðum mæli ég með að ferðast með leiðsögumanni bæði öryggisins vegna en einnig til þess að fá sem mest út úr ferðinni.“
Sjálf segist Berglind hafa upplifað óöryggi á ferðum sínum. „Í Sjanghaí var ég ásamt kollega á leið á viðburð á hóteli í borginni. Leigubílstjórinn skildi ekki orð í ensku og henti okkur út á götuhorni, benti út í loftið og ók svo í burtu. Þarna stóðum við á torgi í Sjanghaí, ekkert google maps af því Google er ekki leyft í Kína, það leið dágóður tími áður en við römbuðum á Þjóðverja sem talaði ensku og kínversku og fylgdi okkur á áfangastað. Þetta var mjög óþægilegt í augnablikinu en meira vandræðalegt svona eftir á.“