Óttast að 30 manns hafi farist í Mont Blanc göngunum

Slökkviliðsmenn í Mont Blanc göngunum.
Slökkviliðsmenn í Mont Blanc göngunum. Reuters

Óttast er að allt að 30 manns hafi farist í eldsvoða sem geysað hefur í Mont Blanc jarðgöngunum frá því á miðvikudag. Þegar hafa níu lík fundist.

Nú hefur komið í ljós að fleiri bílar en áður var talið hafa brunnið en slökkviliðsmenn hafa ekki enn komist á þann stað sem eldurinn er mestur vegna gífurlegs hita í göngunum sem talinn er allt að 1000° á celsíus. Þak jarðganganna hefur fallið niður og asfalt á veginum hefur bráðnað. Eldurinn kom upp í belgískum flutningabíl sem ók um 11 km löng göngin á miðvikudag lestaður hveiti og smjörlíki. Eldurinn barst síðan í fleiri bíla. Bílstjóri belgíska bílsins slapp ómeiddur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert