Bond-bikiní selt á 4,4 milljónir króna

Frá uppboðinu í London í kvöld. Baðfötin voru slegin á …
Frá uppboðinu í London í kvöld. Baðfötin voru slegin á 35 þúsund pund. AP

Bikiní-baðfötin sem leikkonan Ursula Andress notaði í fyrstu James Bond-kvikmyndinni "Dr. No" var selt á 35 þúsund pund eða um 4,4 milljónir íslenskra króna á uppboði í London í kvöld. Baðfötin voru meðal 250 hluta úr 007-myndunum sem voru boðin upp. Það var Bandaríkjamaðurinn Robert Earl, einn eigenda Planet Hollywood matsölustaðanna, sem keypti baðfötin og sendi tilboðið í gegnum síma frá New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert