Musharraf vill ná sáttum um Kasmír

Þrír menn sitja við árbakka Yamuna, á bak við Taj …
Þrír menn sitja við árbakka Yamuna, á bak við Taj Mahal í Agra en lögreglumaðurinn stendur vörð. Musharraf og og Vajpayee heimsækja Agra um helgina á meðan á heimsókn Musharrafs stendur. AP

Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sagði í dag að hann vildi ná sáttum um Kasmír í heimsókn sinni til Indlands um helgina. „Ég fer þangað ákveðinn og með vilja til að ná sáttum," sagði hann í viðtali við ríkissjónvarp landsins en á sunnudaginn ræðast forsætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee og Musharraf við.

„Ég held þangað ákveðinn í að koma á friðarviðræðum til þess að ná sáttum um Kasmír. Ég tel að það sé mjög mikilvægt ... vegna þess að þetta er ekki einungis von mín heldur von pakistönsku þjóðarinnar. Ég held að indverskur almenningur vilji einnig ná sáttum," sagði Musharraf.
mbl.is