Nýta fullorðnar frumur

Ástralskir vísindamenn greindu frá því í gær að þeir hefðu uppgötvað aðferð til að meðhöndla heila-, tauga- og mænuskaða með því að nýta fullorðnar taugastofnfrumur. Einangruðu þeir mikið magn af þessum frumum sem geta myndað nýja vefi, taugar og vöðva, að því er fram kemur í tímaritinu Nature í gær. Segja vísindamennirnir þessa uppgötvun marka tímamót.

Uppgötvunin gæti enn fremur bundið enda á siðferðilegar deilur um stofnfrumurannsóknir á einræktuðum mannafósturvísum. Perry Bartlett, sem stjórnaði rannsókninni, segir að sýnt hafi verið fram á, svo ekki verði um villst, hversu fjölhæfar fullorðnar stofnfrumur séu. Deilt hafi verið um hvort stofnfrumur úr fullorðnum vef gefi sömu möguleika og stofnfrumur úr fósturvísum, en nú sé ljóst að fullorðnar frumur geti orðið að fleiri frumugerðum en talið hafi verið.

Sydney. AFP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert