Vöðvauppbygging án hreyfingar

Vísindamenn hafa fundið þann efnaskiptaferil sem á sér stað við uppbyggingu vöðvafruma og er uppgötvunin sögð geta leitt til þróunar lyfja sem valdi uppbyggju vöðva án nokkurrar áreynslu. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

"Þetta ætti að geta leitt til þess að fólk geti notið ávaxta reglunbundinnar hreyfingar jafnvel þótt það geti ekki stundað mikla hreyfingu," segir dr. R. Sanders Williams, deildarstjóri læknisfræðideildar Duke-háskóla í Texas í Bandaríkjunum, en hann er annar tveggja höfunda greinar sem birtist um málið í vísindaritinu Science á morgun. Williams segir mikilvægast að uppgötvunin geti leitt til bættrar heilsu fólks sem þjáist sjúkdómum, sem komi í veg fyrir að það geti stundað reglubundna hreyfingu. Hann varar jafnframt við því að slík lyf verði hugsanlega misnotuð þar sem þau geti bætt frammistöðu íþróttamanna. Williams og samstarfsmenn hans þróuðu gen í músum sem framleiddi aukamagn af CaMK-prótínum en þegar prótínið er virkjað veldur það þeim breytingum sem verða á vöðvafrumum við hreyfingu. Efnið sem virkjar CaMK-prótínið er enn ekki þekkt en Williams telur ekki að það muni vefjast fyrir vísindamönnum að finna það.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert