Fundi Powells og Arafats frestað

Sex fórust í sprengingu í Jerúsalem í dag.
Sex fórust í sprengingu í Jerúsalem í dag. AP

Talsmaður heimastjórnar Palestínumanna segir að fyrirhuguðum fundi Colin Powells, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, hafi verið frestað að kröfu Bandaríkjastjórnar. Hugsanlegt er að fundurinn verði haldinn á sunnudag.

Powell hafði ætlað að hitta Arafat, sem er í stofufangelsi í Ramallah, á morgun en Ísraelar lögðu hart að honum að aflýsa fundinum eftir að sex létu lífið í sjálfsmorðsárás palestínskrar konu í Jerúsalem i dag.
mbl.is