Míníkýr í bandarískum högum

AP

Bandaríkjamenn hafa ræktað kúakyn sem er mun minna en venjulegar kýr. Þessar kýr, sem eru um og yfir 1 metri á hæð og vega um 250 kg eða helming á við aðrar kýr, njóta nú aukinna vinsælda meðal bandarískra bænda. Þær þurfa minna fóður en venjulegar kýr, þola betur hita og henta vel á minni bændabýlum. Sumir halda þessar kýr einnig sem gæludýr. Á myndinni sést Timothy Olson, búfjárerfðafræðingur hjá landbúnaðarstofnun Flórídaháskóla, fóðra eina slíka míníkú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert