Hans Adam fursti fær aukin völd í Liechtenstein

Hans Adam prins brosir eftir að úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru …
Hans Adam prins brosir eftir að úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni voru kunn. AP

Hans Adam fursti hefur meirihluta furstadæmisins Liechtenstein á bak við sig eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd í gær. Hann hafði hótað því að flytja til Austurríkis fengi hann ekki aukin völd. 64% af um 17 þúsund kjósendum gáfu honum atkvæði sitt og var kjörsókn um 88%.

Hans Adam, sem er 58 ára, getur nú breytt stjórnarskránni, fær neitunarvald um lagasetningu, skipar dómara og getur rekið ríkisstjórnina ef hún þóknast honum ekki.

Íbúar Liechtenstein eru alls 33.000 og furstadæmið er talið fjórða minnsta land heims. Hans Adams-fjölskyldan hefur farið með völd í landinu síðustu 300 árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert