Slapp naumlega er fjögur skot hæfðu hjálminn

Eric Walderman hefur ástæðu til að brosa.
Eric Walderman hefur ástæðu til að brosa. AP

Breskur fótgönguliði hefur greint frá því hvernig hann slapp naumlega úr skotbardaga í írösku hafnarborginni Umm Qasr en fjögur göt eru á hjálmi hans eftir byssuskot, að því er segir í frétt BBC. Hjálmurinn, sem er svonefndur Kevlar-hjálmur, sannaði gildi sitt þegar íraskir hermenn skutu á Eric Walderman en fjögur skot lentu í hjálminum án þess að fara alla leið í gegnum stálið.

Walderman, 25 ára, hefði líklega dáið ef skotin hefðu 2-3 sm lengra. Móðir hans, Brenda, varð mikið um að heyra söguna: „Ég vil bara fá hann heim.“

Walderman gekk í fótgönguliðið fyrir þremur árum og hefur verið sæmdur orðu fyrir framúrskarandi herþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert