Apabóla kemur upp í Bandaríkjunum

Talið er að 33 menn í þremur af miðvesturríkjum Bandaríkjanna hafi smitast af svonefndri apabólu. Um er að ræða sjúkdóm skildan bólusótt og hann getur verið banvænn. Að sögn Steve Ostroff, varaforstjóra sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna er verið að rannsaka sjúkdómstilfellin en aðeins er staðfest að um apabólu sé að ræða í fjórum tilvikum í Milwaukee.

Þetta er í fyrsta skipti sem þessa sjúkdóms verður vart á Vesturlöndum. Apabóla er þekkt í Mið- og Vestur-Afríku. Einkenni sjúkdómsins eru hiti, höfuðverkur, kölduköst og útbrot. Ekkert bóluefni er til við sjúkdómnum.

Talið er að sjúkdómurinn hafi borist í fólkið úr dýrum sem seld voru í gæludýraverslun í Milwaukee.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert