Demantsstjarnan Lucy fundin í geimnum

Stjarnfræðingar hafa uppgötvað sindrandi stjörnu í geimnum sem þeir segja vera 10 milljarða trilljónir trilljóna karata demant. Um er að ræða kristallaðan kolefnisklump sem er sagður 1.500 kílómetrar í þvermál.

Geimdemanturinn er í 50 ljósára fjarlægð og frá jörðu séð í stjörnumerkinu mannfáknum sem sést frá suðurhvelinu. Um er að ræða samanþjappaðan heitan kjarna gamallar stjörnu sem eitt sinn var jafn skær og sólin en hefur minnkað og dofnað með aldrinum, eftir að kjarnorka hennar hefur gengið til þurrðar.

Stjörnufræðingar hafa nefnt stjörnuna „Lucy“ eftir Bítlalaginu „Lucy in the Sky with Diamonds.“ Á táknmáli stjarnvísindanna gengur hún þó undir heitinu „BPM 37093“.

Heimasíða demantsstjörnunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert