Nýr formaður færeyska Sambandsflokksins

Kaj Leo Johannesen var í gær kjörinn formaður færeyska Sambandsflokksins á landsfundi flokksins. Hann tekur við formennsku af Alfred Olsen, sem var tímabundið formaður eftir að Listbeth L. Petersen sagði af sér formennsku í kjölfar úrslita í kosningunum í janúar. Sambandsflokkurinn tapaði þá 2,3% atkvæða frá síðustu kosningum og taldi Petersen sig bera ábyrgð á fylgistapinu. Alfred Olsen verður varaformaður flokksins.

Kaj Leo Johannesen er 39 ára og hefur verið virkur í flokknum frá því 1988. Hann var kosinn í bæjarstjórn Þórshafnar 1996 og kjörinn á lögþingið bæði 2002 og 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert