Allt að 40 sagðir hafa fallið í árás á mosku

Bandarískir hermenn gæta vegamóta utan við Fallujah í dag.
Bandarískir hermenn gæta vegamóta utan við Fallujah í dag. AP

Talsmaður bandarísku herstjórnarinnar í Írak segir að fimm bandarískir landgönguliðar hafi fallið eftir að hafa orðið fyrir skotum sem komu frá Abdul-Aziz al-Samarrai moskunni í Fallujah. Í kjölfarið var skotið þremur flugskeytum á moskuna úr þyrlu. Segja Bandaríkjamenn að allt að 40 uppreisnarmenn hefðu verið í felum í moskunni þegar árásin var gerð.

AP segir, að árásin á moskuna hafi verið gerð í þann mund sem fólk var að fara til síðdegisbæna í moskunni. Bráðabirgðasjúkraskýli hafi verið reist til að hlynna að særðum og búa lík þeirra sem létust undir jarðarför.

En Brennan Byrne, höfuðsmaður, sagði að allt að 40 uppreisnarmenn hefðu verið inni í moskunni. Sagði hann að hermenn hefðu farið um bygginguna eftir árásina en enginn hefði fundist á lífi. Talsvert hefði hins vegar fundist af vopnum.

„Við höfum drepið þá sem börðust gegn okkur," sagði Byrne við blaðamenn.

mbl.is