Grófust undir hvítlauk

Björgunarmenn flytja einn hinna slösuðu á sjúkrahús.
Björgunarmenn flytja einn hinna slösuðu á sjúkrahús. AP

Fimmtán kínverskir verkamenn létu lífið þegar hillur fullar af hvítlauk hrundu niður í vörugeymslu í borginni Zhengzhou í Henanhéraði í Kína. 34 verkamenn grófust undir mörgum tonnum af hvítlauk þegar hillukerfið hrundi en 19 voru grafnir á lífi úr hvítlauknum.

Að sögn fréttastofunnar Xinhua var eigandi vörugeymslunnar handtekinn. Kínversk blöð segja að slysið hafi orðið í gærmorgun þegar verið var að hlaða hvítlauk í hillurnar. Björgunaraðgerðir tóku allan daginn.

Þúsundir manna láta lífið í vinnuslysum á ári hverju í Kína.

mbl.is