Palestínsk kona ól sjöbura

Tuttugu og átta ára gömul palestínsk kona ól í nótt sjöbura á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Eitt barnanna, stúlka, andaðist skömmu eftir fæðingu. Börnin voru tekin með keisaraskurði. Móðirin, Hala Hussein Eid, var gengin 27 vikur þegar börnin, þrjár stúlkur og þrír drengir, litu dagsins ljós í fyrsta sinn. Systkinin vógu 550-760 grömm, að sögn Ahmed Khezeiran fæðingarlæknis.

Hala Hussein Eid, sem hafði farið í fjórsemismeðferð, átti fyrir eina fjögurra ára gamla dóttur.

mbl.is