Gloria Arroyo endurkjörin forseti Filippseyja

Gloria Macapagal Arroyo.
Gloria Macapagal Arroyo. AP

Gloria Arroyo var í dag endurkjörin forseti Filippseyja, en hún vann helsta keppinaut sinn með rúmlega einni milljón atkvæða mun. Arroyo fékk í kringum 13 milljónir atkvæða en Fernando Poe, þekkt kvikmyndastjarna á Filippseyjum, fékk tæplega 12 milljónir atkvæða. Það tók sex vikur að fá úr því skorið hver væri forseti landsins, að sögn BBC. Hins vegar segir AFP að þessi bið hafi staðið yfir í tvær vikur.

Gert er ráð fyrir að Arroyo verði formlega lýstur sigurvegari kosninganna næsta föstudag. Útgönguspár bentu til þess að Arroyo ynni kosningarnar, en stuðningsmenn Poe á löggjafarþingi landsins sökuðu Arroyo um kosningasvik og komu í veg fyrir að talningu kjörseðla lyki um nokkra vikna skeið.

mbl.is