Basajev „á sér ekki tilverurétt“

Shamil Basajev.
Shamil Basajev. AP

Téténski stríðsherrann Shamil Basajev, sem sagður er hafa lýst ábyrgð á gíslatökunni í skólanum í Beslan „á sér ekki tilverurétt.“ Þetta var haft eftir Richard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag, en Armitage er staddur í Póllandi.

Að minnsta kosti 339 manns, þar af um helmingurinn börn, létust þegar gíslatakan hlaut blóðugan endi fyrir tveimur vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert