Palestínsk stjórnvöld biðja Frakka um sjúkraskýrslur Arafats

Palestínumenn með mynd af Arafat í Ramallah á Vesturbakkanum.
Palestínumenn með mynd af Arafat í Ramallah á Vesturbakkanum. AP

Ahmed Qurei, forsætisráðherra Palestínu, fór í dag fram á það við Frakka að þeir létu Palestínumönnum í té sjúkraskýrslur Yasser Arafats, forseta Palestínumanna, sem lést í Frakklandi í síðustu viku. Frá þessu var skýrt á skrifstofu Qurei.

Arafat, sem var 75 ára, lést á fimmtudag á sjúkrahúsið í París, en þangað var hann fluttur frá Vesturbakkanum 29. október til þess að gangast undir læknismeðferð eftir að heilsu hans hrakaði.

Hvorki palestínskir embættismenn né læknar Arafats í Frakklandi hafa greint frá banameini Arafats.

Qurei hefur farið fram á „allar sjúkraskýrslur“ er tengjast Arafat og því sem „olli dauða hans“ verði afhentar palestínskum yfirvöldum, að því er segir í yfirlýsingu frá honum.

Leyndin sem hvíldi yfir þróun mála síðustu dagana sem Arafat lifði hefur verið rædd mikið í ríkjum araba undanfarna daga.

mbl.is