Forseti Tékklands segir stjórnarskrá ESB vera ógn við lýðræði í álfunni

Vaclav Klaus.
Vaclav Klaus. AP
Vaclav Klaus, forseti Tékklands, sagði í dag að fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins væri ógn við lýðræði í álfunni og gagnrýndi tékknesk stjórnvöld fyrir að hafa lýsa stuðningi við stjórnarskrána án þess að málið væri rætt í þaula.

„Ég hef á tilfinningunni að skref á borð við stjórnarskrána séu ógn við lýðræði, frelsi og grósku í Evrópu,“ sagði Klaus í viðtali við tékkneska útvarpið.

„Þetta veldur mér miklum áhyggjum vegna þess að okkur hefur í gegnum tíðina stafað hætta af allskonar „ismum“ og nú ógnar okkur það sem ég myndi nefna „Evrópuisma“, sem birtist í stjórnarskránni.“

Hann sagði að með því að færa vald í mörgum efnum til miðstöðvar fjarri almenningi og með „óhóflegri samræmingu og stöðlun ógnum við kjarnanum í því sem er evrópskt“.

Klaus hefur ítrekað talað gegn stjórnarskránni og gagnrýnt tékknesk stjórnvöld fyrir að lýsa stuðningi við hana án nokkurrar umræðu.

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna undirrituðu stjórnarskrána í október í kjölfar rúmlega tveggja ára viðræðna milli ríkja sambandsins. Öll aðildarríkin verða nú að samþykkja stjórnarskrána til að hún geti öðlast gildi.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort atkvæðagreiðsla um stjórnarskrána fer fram á tékkneska þinginu eða efnt verður til almennrar atkvæðagreiðslu um hana.

mbl.is
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...