Fyrirtæki í nágrenni Windsor-byggingarinnar lokuð á morgun

Byggingin var alelda á skömmum tíma.
Byggingin var alelda á skömmum tíma. AP

Eldur logar enn í Windsor-byggingunni í fjármálahverfi Madridar, höfuðborgar Spánar. Tilkynnt hefur verið að fyrirtæki í nágrenni byggingarinnar verði lokuð á morgun þar sem efstu hæðir hennar hafa hrunið saman og óttast er að öll byggingin kunni að hrynja. Þá er óvíst hvort neðanjarðarlestir sem fara um teina í nágrenni byggingarinnar muni ganga samkvæmt áætlun á morgun.

Slökkviliðsmenn hafa ekkert komist inn í bygginguna vegna hita og reyks og Alberto Ruiz-Gallardon borgarstjóri segir brunann þann mesta sem upp hafi komið í borginni. Þá segir hann ekki hægt að segja að menn hafi náð stjórn á eldinum.

Sjö slökkviliðsmenn og nokkrir áhorfendur voru fluttir á sjúkrahús í dag vegna gruns um reykeitrun en einungis einn slökkviliðsmaður er enn á sjúkrahúsi.

Windsor-byggingin er 32 hæða skrifstofubygging. Eldur kom upp í byggingunni skömmu fyrir miðnætti í gær en þá er talið að hún hafi verið mannlaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert