Foreldrum Schiavo meinaður aðgangur að dánarbeði hennar

Par biðst fyrir utan við Woodside sjúkrahúsið þar sem Terri …
Par biðst fyrir utan við Woodside sjúkrahúsið þar sem Terri Schiavo hefur legið. AP

Presturinn Paul O'Donnell, sem verið hefur einn helsti ráðgjafi Bob og Mary Schindler, foreldra Terri Schiavo, sagði fyrir utan Pinellas Park hjúkrunarheimilið, þar sem Schiavo lést fyrr í dag, að hjónunum og tveimur uppkomnum börnum þeirra hafi verið meinaður aðgangur að dánarbeði hennar. „Eins og þið vitið hafa þau verið að biðja um það síðasta klukkutímann að fá að vera þar en beiðni þeirra var hafnað af Michael Schiavo. En þau þar nú, á bæn við rúm hennar,” sagði hann.

Harðvítugar deilur hafa staðið á milli Schindler-hjónanna og Michael Schiavo um örlög Terri árum sama en auk þess hafa fjölskylda hennar og vinir haldið því fram að hún hafi verið óhamingjusöm í hjónabandinu með Michael sem hafi verið mjög stjórnsamur og reynt að halda henni frá þeim. Þá segja þau hann hafa stuðlað að veikindum hennar með því að hóta að yfirgefa hana bætti hún á sig aukakílóum en talið er að rekja megi upphaf veikinda Schiavo til átröskunar.

Mary Schindler, móðir Terri Schiavo, kemur til meðferðarheimilisins þar sem …
Mary Schindler, móðir Terri Schiavo, kemur til meðferðarheimilisins þar sem Terri lést í dag. AP
Terri Schiavo skömmu eftir að hún fékk hjartaáfallið árið 1990.
Terri Schiavo skömmu eftir að hún fékk hjartaáfallið árið 1990. AP
mbl.is