Háttsettur al-Qaedaliði handtekinn í Pakistan

Innanríkisráðuneyti Pakistans birti þessa mynd af Abu Faraj Farj al-Libbi …
Innanríkisráðuneyti Pakistans birti þessa mynd af Abu Faraj Farj al-Libbi í dag. AP

Upplýsingaráðherra Pakistans skýrði frá því í dag að Abu Faraj Farj al-Libbi, sem talinn er vera þriðji valdamesti maður al-Qaeda hryðjuverksamtakanna og náinn samstarfsmaður Osama bin Ladens, hafi verið handtekinn í Pakistan.

Al-Libbi, sem er Líbýumaður, var handtekinn ásamt fimm öðrum al-Qaedaliðum um helgina í Waziristanhéraði í norðurhluta Pakistans eftir harðan bardaga, að sögn Pakistanstjórnar.

Bæði Pakistanstjórn og Bandaríkjastjórn höfðu lagt fé til höfuðs al-Libbis. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur sagt að al-Libbi hafi skipulagt tvær tilraunir, sem gerðar voru til að ráða Musharraf af dögum á síðasta ári.

Abu Faraj Farj al-Libbi.
Abu Faraj Farj al-Libbi. AP
mbl.is