Páfi segir Satan enn að verki í heiminum

Benedikt páfi á Péturstorginu í dag.
Benedikt páfi á Péturstorginu í dag. AP

Satan er enn að verki í heiminum við að dreifa illri orku en Guð mun verða sá sem að síðustu stendur uppi sem sigurvegari, samkvæmt því sem fram kom í ræðu sem Benedikt XVI hélt á Péturstorginu í Róm í dag. Þá sagði hann veraldlega leiðtoga þurfa að kynna sér hlutverk Guðs í mannkynssögunni og læra af því. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

„Sagan er ekki í raun í höndum myrku aflanna, undir tilviljunum eða vilja mannanna komin," sagði páfi. „Guð, hinn mikli sigurvegari sögunnar, rís yfir útbreiðslu hinnar illu orku, yfir ofsafengnar truflanir Satans og allar plágur hins illa."

mbl.is