Bandarísk stjórnvöld vilja að Newsweek bæti fyrir skaðann

Skrifstofur Newsweek við Broadway í New York.
Skrifstofur Newsweek við Broadway í New York. AP

Bandarísk stjórnvöld telja að tímaritið Newsweek eigi að gera meira til að bæta fyrir skaðann sem fréttin um að Kóraninn hefði verið vanhelgaður í fangabúðum bandaríska hersins í Guantanamo á Kúbu, hefur valdið. Newsweek dró fréttina til baka í gær, en að minnsta kosti 14 manns höfðu látið í mótmælaaðgerðum vegnar fréttarinnar í Afganistan og tugir manna særst í öðrum múslimaríkjum.

„Við virðum það sem Newsweek gerði í gær. Það var gott fyrsta skref. En nú viljum við sjá Newsweek hjálpa til við að þann skaða sem orðið hefur,“ sagði Scott McClellan, talsmaður Hvíta hússins.

Í frétt blaðsins kom fram að við yfirheyrslur yfir stríðsföngum í fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu hefði Kóraninn verið vanhelgaður, m.a. hefði honum verið sturtað niður um salerni.

Newsweek hefur svo sannarlega möguleika á að hjálpa til við að bæta þann skaða sem hægt er að bæta,“ sagði hann og bætti við, „Newsweek getur augljóslega útskýrt hvers vegna þeir fóru rangt með, sérstaklega fyrir fólkið á þessu svæði. Þeir geta líka rætt um stefnu og aðgerðir bandaríska hersins. Her okkar leggur sig fram við að umgangast hina heilögu bók Kóraninn af mikilli virðingu. Við höfum ákveðna stefnu varðandi Kóraninn og fanga. Þeir fá sín eintök af Kóraninum og fá tækifæri til að biðja að vild,“ sagði McClellan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert