Tveir af hverjum þremur búnir að kjósa í Frakklandi

Frakkar búsettir í Sviss kjósa í Genf í dag.
Frakkar búsettir í Sviss kjósa í Genf í dag. AP

Tveir af hverjum þremur atkvæðabærum mönnum voru búnir að greiða atkvæði um stjórnarskrá Evrópusambandsins klukkan sjö að staðartíma, fimm að íslenskum tíma í dag, að því er innanríkisráðuneytið greindi frá. Höfðu þá 66.24% þeirra 42 milljóna sem eru á kjörskrá, greitt atkvæði.

Þjóðaratkvæðagreiðslan hófst klukkan átta í morgun og lýkur klukkan átta í kvöld nema í París og Lyon þar sem hún er til klukkan tíu.

Þegar Frakkar greiddu atkvæði um Maastricht-sáttmálann árið 1992 var heildarþátttaka 69,7%.

CSA kosningastofnunin hefur spáð því að kjörsókn verði 75% en Ipsos spáir því að hún verði í það minnsta 76%.

mbl.is