Reynt til þrautar að sannfæra Hollendinga um ágæti stjórnarskrár ESB

Hjólreiðamaður í Amsterdam fer hjá áróðursskiltum þar sem fólk er …
Hjólreiðamaður í Amsterdam fer hjá áróðursskiltum þar sem fólk er hvatt til þess að hafna stjórnarskránni í atkvæðagreiðslunni á morgun. AP

Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, gerði í dag lokatilraun til þess að fá hollenska kjósendur til þess að greiða fyrirhugaðri stjórnarskrá Evrópusambandsins atkvæði sitt í þjóðaratkvæði, sem fram fer í Hollandi á morgun.

Balkenende sagði í hollensku sjónvarpi í kvöld að ef Hollendingar vildu að framfarir yrðu í efnahagsmálum, ættu þeir að segja „já“ í atkvæðagreiðslunni á morgun.

„Ég tel að „nei“ þjóni hvorki hagsmunum Hollands né Evrópu,“ sagði ráðherrann meðal annars í kvöld.

mbl.is