Að minnsta kosti 2 látnir og 90 manns slasaðir í Lundúnum

Slösuðum manni fylgt frá Edgware Road lestarstöðinni í Lundúnum í …
Slösuðum manni fylgt frá Edgware Road lestarstöðinni í Lundúnum í morgun. AP

Lögregla hefur staðfest að að minnsta kosti þrjár sprengjur hafi sprungið í strætisvögnum í Lundúnum. Þá hefur hún staðfest „atburði“ í nokkrum neðanjarðarlestarstöðvum. Skýrt var frá því á Sky-sjónvarpsstöðinni fyrir stundu að minnsta kosti 2 hafi látist og að 90 manns hefðu slasast í borginni í morgun. Allar ferðir strætisvagna hafa verið lagðar niður í borginni vegna þessa.

Lögregla hefur staðfest að fólk hafi slasast og vitni segjast hafa séð alblóðugt fólk á vettvangi.

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, sagði að „hræðileg slys“ hefðu orðið vegna sprenginganna en hann gaf ekki upp tölur. „Ég votta, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fjölskyldum og vinum þess sem hafa slasast, samúð mína,“ sagði hann við blaðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert