Annasamt á sjúkrahúsum Lundúnaborgar

Annasamt hefur verið á sjúkrahúsum Lundúnaborgar eftir hryðjuverkaárásir sem þar voru gerðar í dag. Að því er fram kemur á Sky sjónvarpsstöðinni særðust allt að 1.000 manns í árásinni, þar af um 150 manns alvarlega.

Sjúkraflutningamenn frá sýslum í námunda við Lundúnir hafa haldið til borgarinnar til þess að aðstoða þar. 10 sjúkrabílar voru sendir til borgarinnar frá Essex, en það er um 20% heildarfjölda sjúkrabíla sem þar eru til staðar. Frá Berkshire voru 9 bílar sendir og frá Surrey voru sendir 10 bílar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert