Hertar öryggisráðstafanir í lestarkerfum Bandaríkjanna og Kanada

Öryggisráðstafanir í lestarkerfum Bandaríkjanna og Kanada hafa verið hertar eftir hryðjuverkaárásir neðanjarðarlestum og strætisvögnum í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í morgun.

„Öryggisráðstafanir hafa verið hertar hjá Amtrak vegna hryðjuverkaárásanna í samgöngukerfi Lundúnaborgar,“ segir í yfirlýsingu frá bandaríska lestarfyrirtækinu Amtrak. Áður hafði verið tilkynnt að öryggisráðstafanir hefðu verið hertar í neðanjarðarlestarkerfi Washington borgar.

Kanadískir embættismenn á sviði samgöngumála hvöttu starfsfólk neðanjarðarlesta og strætisvagna til þess að sýna aðgætni eftir sprengingarnar í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert