Lögregla segir að 2 hafi látið lífið á neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum

Fólki fylgt út úr lestarstöðinni við Edgware Road, þar sem …
Fólki fylgt út úr lestarstöðinni við Edgware Road, þar sem sprenging varð í morgun. AP

Lögregla í Lundúnum segist hafa fengið fréttir af því að tveir hafi látið lífið á sprengingu í neðanjarðarlestarstöð í borginni í morgun. Læknar segja að 90 manns að minnsta kosti hafi særst í Aldgate lestarstöðinni þegar sprengja sprakk þar. Charles Clarke, innanríkisráðherra, sagði að fólk hefði hlotið hræðilega áverka en vildi ekki tjá sig nánar um það.

Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, segir að sex sprengingar að minnsta kosti hafi orðið á lestarstöðvum og í strætisvögnum. Hann sagði við Sky sjónvarpsstöðina, að allt benti til að um hefði verið að ræða samræmdar sprengjuárásir. Herinn hefur verið kallaður út til að standa vörð á lestarstöðvum í miðborginni.

Tony Blair, forsætisráðherra, hefur fylgst með atburðum í Gleneagle í Skotlandi, þar sem leiðtogafundur G-8 ríkjanna er haldinn. Sky sjónvarpsstöðin segir að hann ætli að flytja ávarp klukkan 11 að íslenskum tíma.

Ken Livingstone, borgarstjóri í Lundúnum, var í Singapúr í morgun en var sagður hafa flýtt för sinni heim.

Fólk, sem særðist í sprengingu í Edgware Road neðanjarðarstöðinni, forðar …
Fólk, sem særðist í sprengingu í Edgware Road neðanjarðarstöðinni, forðar sér. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert