Margar sprengjur virðast hafa sprungið í Lundúnum

Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum.
Neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum. AP

Að minnsta kosti þrjár sprengur hafa sprungið í strætisvögnum í Lundúnum í morgun skömmu eftir að nokkrar sprengjur sprungu á neðanjarðarlestarstöðvum í borginni. Að sögn lögreglu er ljóst að margir hafa særst og fréttir hafa borist af því að minnsta kosti einn hafi látið lífið.

Fyrirtækið sem sér um rekstur neðanjarðarlestanna hefur nú lokað öllum neðanjarðarlestarstöðvum í borginni og liggja lestarsamgöngur niðri. Sprengingar urðu á lestarstöðvum í Aldgate, Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russell Square.

Staðfest hefur verið að sprengja sprakk í strætisvagni í Tavistock Place. Þá hafði Sky fréttastofan eftir konu, að hún hefði séð strætisvagn springa í loft upp í nágrenni við Russell Square. Sagðist konan hafa verið í strætisvagni fyrir framan og heyrt sprengingu. Þegar hún leit við sá hún strætisvagninn fyrir aftan tætast í sundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert