Öryggisviðbúnaður aukinn í mörgum Evrópulöndum

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hefur boðist til að …
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hefur boðist til að aðstoða Breta við að leita ódæðismennina uppi. AP

Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í nokkrum löndum Evrópu í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Lundúnum í morgun. Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands, tilkynnti í dag að yfirvöld hefðu aukið viðbúnað við landamæri landsins vegna hryðjuverkaárása í Lundúnum í morgun. Þá sagði Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, að þarlend stjórnvöld myndu aðstoða Breta við að hafa uppi á ódæðismönnunum sem standa á bak við hryðjuverkin.

Öryggisviðbúnaður hefur verið aukinn í Madrid, Róm og Danmörku.

Forsætisráðherra Hollands vildi ekki segja til hvaða öryggisráðstafana hefði nákvæmlega verið gripið vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert