Páfi fordæmdi hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. AP

Benedikt páfi XVI fordæmdi í dag sprengjuárásirnar í Lundúnum í morgun. Sagði hann árásirnar villimannslega glæp gegn mannkyni og myndi hann biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna.

Í skeyti sem Benedikt páfi sendi Cormac Murphy O’Connor, erkibiskup af Westminster, sagði að hann væri sleginn vegna frétta af árásinni og hefði aðstandendur í bænum sínum. Í skeytinu kallaði páfi verknaðinn villimannslegan glæp gegn mannkyni. Þá sagði hann von finnast í nálægð við Drottin og beindi þeim orðum til erkibiskupsins að hann veitti slösuðum og aðstandendum þeirra huggun á þessum tímum sorgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert