Segir 150 manns hafa særst í fjórum sprengingum

Neyðarliðar hvíla sig við Edgware Road lestarstöðina fyrir stundu.
Neyðarliðar hvíla sig við Edgware Road lestarstöðina fyrir stundu. Reuters

Um 190 manns hafa verið flutt á sjúkrahús eftir fjórar sprengingar í Lundúnum í morgun. Brian Paddick, aðstoðarlögreglustjóri, sagði að um 150 manns væri alvarlega sárir. Paddick sagði að þessar tölur byggðust á upplýsingum frá sjúkraflutningaþjónustunni í Lundúnum. Lögregla hefur sagt að fólk hafi látið lífið í sprengingunum en ekki staðfest neinar tölur um það.

Charles Clarke, innanríkisráðherra, sagði í breska þinginu í dag, að sprengingarnar hefðu að minnsta kosti verið fjórar. Sprengjur sprungu í neðanjarðarlestum á milli Aldgate og Liverpool Street, í lest milli Russell Square og King's Cross, á Edgware Road lestarstöðinni og í strætisvagni í Woburn Place.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert