Sprenging á lestarstöð í Lundúnum

Frá Liverpool Street lestarstöðinni í Lundúnum.
Frá Liverpool Street lestarstöðinni í Lundúnum. AP

Sprenging varð nú fyrir skömmu á járnbrautarstöð í fjármálahverfi í miðborg Lundúna í Bretlandi. Sprengingin varð á neðanjarðarlestarstöð í Aldgate East hverfinu. Ekki er vitað hvað olli henni. Nokkrir slösuðust, þar af einn lífshættulega. Nokkrar lestarstöðvar í Lundúnum voru rýmdar í kjölfarið.

Sprengingin varð um klukkan 8:49 að staðartíma en ekki er vitað hvað olli henni. Að sögn lögreglunnar í Lundúnum slösuðust nokkrir í sprengingunni, þar af einn lífshættulega.

Lestarsstöðvarnar í King Cross, í Liverpool Street, Stratford og Aldgate hafa nú verið rýmdar vegna málsins.

Fyrstu fregnir herma að rafmagnstruflanir hafi valdið sprengingunni. Búist er við mikilli röskun á lestarsamgöngum í Lundúnum í dag.

SKY

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert