Þjóðverjar og Frakkar auka öryggisviðbúnað í samgöngukerfum sínum

Samgönguyfirvöld í Þýskalandi og Frakklandi hafa aukið öryggisviðbúnað í lestum og strætisvögnum borga sinna í kjölfar sprenginganna í Lundúnum í morgun. Öryggisvörðum í lestum hefur verið fjölgað til muna. Þá hefur verið brýnt fyrir starfsfólki samgöngukerfa í löndunum að þau fylgist sérstaklega með grunsamlegu fólki og einkennilegum hlutum á stöðvum.

Í tilkynningu frá samgönguyfirvöldum í Þýskalandi segir að um varúðarráðsstafanir sé að ræða en engar vísbendingar hafi komið fram um hugsanlegar sprengingar í samgöngukerfum landanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert