Bresk stjórnvöld taka yfirlýsingu leynilegs hóps al-Qaeda alvarlega

Charles Clark, innanríkisráðherra Bretlands, segir að yfirvöld taki alvarlega tilkynningu hóps sem kallar sig leynilegan hóp al-Qaeda í Evrópu. Hópurinn lýsti því yfir á vefsíðu í gær að hann bæri ábyrgð á hryðjuverkaárásunum í Lundúnum í gærmorgun.

Clark varaði við því í viðtali við breska ríkisútvarpið í dag að ódæðismennirnir gætu látið til skarar skríða á ný. „Við höfum... sett hámarksviðbúnað í gang til að koma í veg fyrir aðra árás og því munum við einbeita okkur að því í dag að finna ódæðismennina,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert