Farþegar telja sig hafa séð sprengjumann í strætisvagninum

Frá Tavistock Square í London í gærmorgun.
Frá Tavistock Square í London í gærmorgun. AP

Nokkrir farþegar í strætisvagni á leið 30, sem sprakk við Tavistock Square klukkan 9:47 að staðartíma í Lundúnum í gærmorgun, segjast hafa séð mann sem geti verið ábyrgur fyrir því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Einn farþeganna telur sig hafa séð mann kveikja á sprengibúnaðinum nokkrum sekúndum áður en vagninn sprakk.

Vitnið, sem er 61 árs gamall karlmaður, sagði í samtali við fréttastofuna Sky að hann hefði séð taugaveiklaðan mann sem hefði ítrekað farið ofan í poka sem hann hafði meðferðis og handfjatlað eitthvað sem var í honum. Vitnið fór út vagninum nokkrum sekúndum áður en efri hluti strætisvagnsins sprakk í loft upp.

Annað vitni sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði hjúkrað tveimur stúlkum sem höfðu setið í námunda við mann sem hefði sprungið. Hafði hann eftir þeim að þær teldu hann hafa sprengt sig í loft upp.

20 farþegar voru í strætisvagninum þegar hann sprakk í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert