Segir hugsanlegt að hryðjuverkamenn láti aftur til skarar skríða í Bretlandi

Kona lítur út um glugga á strætisvagni í Lundúnum í …
Kona lítur út um glugga á strætisvagni í Lundúnum í gærdag. AP

Hugsanlegt er að hryðjuverkamenn geri fleiri árásir á Bretland í kjölfar hryðjuverkaárása í lestum og strætisvagni í Lundúnum á fimmtudag, að því er háttsettur fulltrúi innan bresku lögreglunnar skýrði frá í dag.

„Það er vel hugsanlegt, út frá árásunum á fimmtudag, að hryðjuverkamennirnir leggi til atlögu á nýjan leik,“ sagði Andy Trotter, einn yfirmanna í bresku lögreglunni í samtali við blaðamenn. „Okkur hefur tekist vel til í baráttu við glæpamenn, við vitum að okkur hefur tekist að koma í veg fyrir hryðjuverkaárásir á Lundúnir, en í þetta sinn tókst þeim ætlunarverk sitt,“ segir hann.

Að minnsta kosti 50 manns létu lífið í árásunum sem gerðar voru á annatíma á fimmtudagsmorgun í þremur neðanjarðarlestum og einum strætisvagni. Um 700 manns særðust í árásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert