Vill hertar öryggisreglur innan ESB

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, skömmu áður en hann ávarpaði Evrópuþingið …
Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, skömmu áður en hann ávarpaði Evrópuþingið í morgun. Reuter

Charles Clarke, innanríkisráðherra Bretlands, þrýsti á þingmenn Evrópusambandsins í ræðu sinni á Evrópuþinginu í Brussel í morgun, að þeir beiti sér fyrir því að koma á hertum öryggisreglum í álfunni. Clarke taldi líkur benda til að önnur hryðjuverkaárás verði gerð á Bretland og að sambandið yrði að bregðast snöggt við til að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í álfunni.

Clarke sagði það skyldu ESB að tryggja að borgarar aðildarríkjanna geti farið allra ferða sinna án þess að eiga á hættu að verða sprengdir í loft upp. „Ef okkur tekst þetta ekki… þá munum íbúar í aðildarríkjunum kenna ykkur um að hafa brugðist sér,“ sagði ráðherrann.

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, og Gordon Brown, fjármálaráðherra, ávörpuðu báðir Evrópuþingið í gær. Fóru þeir fram á hert öryggislög og átak til þess að uppræta fjárstreymi til hryðjuverkahópa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert