Íslamskur klerkur segir tilræðismenn ekki múslima heldur heiðingja

Flak strætisvagnsins sem sprengdur var í loft upp í London …
Flak strætisvagnsins sem sprengdur var í loft upp í London í síðustu viku. AP

Virtur klerkur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sagði í dag að múslimar sem gerðu árásir á saklausa borgara um heiminn, þ.á.m. þeir sem gerðu árásirnar í London, væru heiðingjar.

„Sér þetta fólk ekki afleiðingar gjörða sinna? Þeir fá fólk upp á móti okkur ... og fær það til að tengja íslam við hryðjuverk,“ sagði Sheikh Hamdan Musallam al-Mazruhi, er hann predikaði við föstudagsbænir.

„Þess vegna eigum við að segja upphátt að hver sá sem drepur saklaust fólk ... er ekki múslimar og islam er saklaus af því að tengjast slíkum manni... Við erum steini lostin yfir þessu fólki sem réttlætir slíkar gjörðir og lítur á þær sem heilagt stríð í nafni Guðs og telja sjálfa sig fyrirmynd múslima. Þeir sem gera það eru heiðingjar,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert