Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás

Maður setur blóm á girðingu við Kings Cross lestarstöðina en …
Maður setur blóm á girðingu við Kings Cross lestarstöðina en þar sprakk ein sprengja á fimmtudag í síðustu viku. AP

Lögregla í Bretlandi tilkynnti í dag að „miklar líkur“ væru á annarri hryðjuverkaárás í landinu. Nú hefur verið staðfest að 54 létust eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum í síðustu viku. Tekist hefur að bera kennsl á lík 25 þeirra sem létust.

Sir Ian Blair, lögreglustjóri bresku lögreglunnar, sagði að þótt sýnt þætti að fjórir hryðjuverkamenn hafi látist þegar þeir sprengdu fjórar sprengjur í síðustu viku, þá þýði það ekki að endir sé bundinn á hryðjuverkaógnina. „Við höfum sagt það ítrekað áður, að miklar líkur séu á því,“ sagði hann.

Þá sagði lögreglan í Bretlandi telja að höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í Lundúnum hafi tengst öðrum hryðjuverkum, sem tengja mætti við herskáu hryðjuverkasamtökin al-Qaeda. Sá er sagður vera breskur og af pakistönskum uppruna. Lögreglan telur að maðurinn hafi komið inn í landið í síðasta mánuði og hafi hann undirbúið þá sem frömdu hryðjuverkin í síðustu viku. Að sögn Sky herma sumar heimildir að hann hafi farið aftur úr landi 6. júlí, daginn áður en hryðjuverkin voru framin. Þó telja aðrir að hann hafi hitt ódæðismennina á lestarstöðinni í Luton þar sem hann hafi afhent þeim búnaðinn til að sprengja sprengjurnar með og gefið þeim síðustu leiðbeiningarnar. Auk þessa leitar lögreglan nú námsmanns af egypskum uppruna sem sagður er hafa leigt út eina af þeim íbúðum sem lögreglan gerði húsleit í á þriðjudag. Talið er að hann sé „efnafræðingurinn“, sem hjálpaði til við smíði sprengjanna.

Í gærkvöldi lést maður af sárum sínum, en hann var farþegi í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square í Lundúnum á fimmtudagsmorgun. Borin hafa verið kennsl á lík 25 fórnarlamba hryðjuverkanna. Að sögn fréttastofu Associated Press voru 44 sem særðust í árásunum enn á sjúkrahúsi í dag, þar af níu á gjörgæslu.

Trúarleiðtogar safnaða múslíma munu í dag fara til Yorkshire í Leeds og ræða við íbúa borgarinnar en þrír af fjórum ódæðismönnunum bjuggu í Leeds. Þá er talið að fjórði maðurinn hafi dvalið þar í einhvern tíma.

Mynd úr öryggismyndavél á Luton lestarstöðinni sýnir Hasib Hussain, sem …
Mynd úr öryggismyndavél á Luton lestarstöðinni sýnir Hasib Hussain, sem talinn er hafa sprengt upp strætisvagninn við Tavistock Square. AP
Strætisvagninn sem maðurinn var farþegi í þegar sprengjan sprakk við …
Strætisvagninn sem maðurinn var farþegi í þegar sprengjan sprakk við Tavistock Square í Lundúnum á fimmtudagsmorgun. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert