Eðlilegt ástand sagt komið á á sjúkrahúsi í Lundúnum

Mikið öngþveiti ríkir á tilræðisstöðunum í Lundúnum.
Mikið öngþveiti ríkir á tilræðisstöðunum í Lundúnum. AP

Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því fyrir stundu að eðlilegt ástand væri komið á á University College sjúkrahúsinu í Lundúnum eftir að vopnaðar lögreglusveitir fóru þangað inn eftir hádegið í dag. Ekki hefur verið greint frá því hvers vegna lögregla fór inn á sjúkrahúsið en óstaðfestar fréttir herma að grunsamlegur maður hafi sést hlaupa þangað inn eftir að sprenging varð í neðanjarðarlestarstöð í nágrenni sjúkrahússins fyrr í dag.

Í minnisblaði, sem dreift var til starfsfólks sjúkrahússins, var það beðið um að svipast um eftir hörundsdökkum karlmanni, hugsanlega af asískum uppruna, um 1,85 metra háum, klæddum bláum jakka og vírar stæðu út úr jakkanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert