Sumar sprengjurnar sprungu ekki

Mikið öngþveiti ríkti í dag í Lundúnum.
Mikið öngþveiti ríkti í dag í Lundúnum. AP

Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, sagði á blaðamannafundi sem nú stendur yfir, að nokkrar af sprengjunum, sem komið var fyrir í lestum og strætisvagni í Lundúnum í dag, hafi ekki sprungið eins og til var ætlast. Þess vegna hafi tilræðismönnunum ekki tekist ætlunarverk sitt, sem hafi verið að drepa fólk.

Svo virðist sem fjórar sprengingar hafi orðið í borginni um hádegisbil í dag, þrjár í neðanjarðarlestum og ein í strætisvagni. Sprengingarnar voru allar litlar og hefur líkum verið leitt að því að um hafi verið að ræða hvellhettur sem áttu að kveikja í sprengjunum sjálfum.

Blair sagði, að of snemmt væri að segja til um hvort samband væri á milli sprenginganna í dag og sprengjuárásanna 7. júlí, en viðurkenndi að margt væri líkt með atburðum. Fjölmiðlar hafa eftir sérfræðingum í hryðjuverkamálum, að árásirnar í dag virðist hafa verið mun ver undirbúnar en sprengjuárásirnar sem gerðar voru 7. júlí. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort um hafi verið að ræða einskonar hermiárás en réttur hálfur mánuður er í dag liðinn frá sprengjuárásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert