Yfirvöld sögð hafa birt myndir af vegabréfi nafna tilræðismanns

Myndir sem yfirvöld í Pakistan birtu af vegabréfi bresks manns, sem sagður er hafa verið einn af tilræðismönnunum í hryðjuverkunum í Lundúnum fyrir tveimur vikum, voru ekki af vegabréfi umrædds manns heldur af sextán ára gamals nafna hans. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Pilturinn Hasib Hussain, sem er fæddur í Bretlandi og búsettur í High Wycombe um 50 km norðvestur af Lundúnum, segist hafa orðið skelfingu lostinn er hann sá myndir af vegabréfi sínu birtar í tengslum við hryðjuverkaárásirnar.

Hinn ungi Hasib Hussain kom með fjölskyldu sinni til Pakistans frá Sádi-Arabíu í júlí á síðasta ári líkt og nafni hans er sagður hafa gert og hefur það vakið efasemdir um fullyrðingar pakistanska yfirvalda um að nafni hans hafi einnig gert það standist.

Yfirvöld í Bretlandi og Pakistan segja málið vera í athugun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert