Maður skotinn við lestarstöð í Lundúnum

Sérþjálfaðir lögreglumenn með hunda eru nú á verði við lestarstöðvar …
Sérþjálfaðir lögreglumenn með hunda eru nú á verði við lestarstöðvar í Lundúnum. AP

Sjónvarpsstöðin Sky News segir, að lögregla hafi skotið mann á Stockwell neðanjarðarlestarstöðinni í Lundúnum en talið var að maðurinn væri í þann veginn að fremja sjálfsmorðssprengjuárás. Segir sjónvarpsstöðin að maðurinn hafi verið skotinn þegar hann var í þann mund að stíga um borð í lest og talið sé að maðurinn hafi látið lífið. Lestarstöðin var rýmd og einnig munu ferðir jarðlesta á tveimur línum hafa verið stöðvaðar.

Lundúnalögreglan staðfesti skömmu síðar, að maður hefði verið skotinn á brautarstöðinni. Stockwell er næsta stöð við Oval járnbrautarstöðina, eina af þremur stöðvum sem rýmd var í gær eftir að litlar sprengjur sprungu í lestum þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert