Segjast bera ábyrgð á sprengingunum í gær

Hópur sem tengist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, lýsti því yfir á vefsíðu á Netinu að að þeir bæru ábyrgð á sprengingunum í Lundúnum í gær. Í tilkynningu hópsins, sem nefnist herdeild Abu Hafs al-Masri, kemur fram, segir að árásum muni ekki linna fyrr en „heiðingjarnir“ fari frá Írak. Er þar átt við erlend herlið sem séu í landinu.

Á vefsíðunni segir að hryðjuverkin í miðborg Lundúna í gær séu skilaboð til ríkisstjórna í Evrópu þess eðlis að þeir muni ekki linna árásum fyrr en allar erlendar herdeildir fari á brott frá Írak.

„Þetta er aðvörun til allra þeirra sem fylgja stefnu forseta heiðingjanna í Bandaríkjunum,“ sagði í tilkynningu hópsins á vefsíðunni. Ekki hefur fengist staðfest hvort hópurinn beri raunverulega ábyrgð á verknaðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert