Brasilíumaðurinn var með útrunna vegabréfsáritun

Jean Charles de Menezes.
Jean Charles de Menezes. AP

Brasilíumaðurinn Jean Charles de Menezes, sem Lundúnalögreglan skaut til bana sl. föstudag, var með útrunna vegabréfsáritun en hann hafði fengið vegabréfsáritun sem námsmaður.

Breska ríkisútvarpið BBC skýrði frá þessu í dag. Fyrr í dag sagði Ahmed lávarður í samtali við BBC að hugsanlegt væri að ólöglegir innflytjendur myndu leggja á flótta ef lögregla hefði af þeim afskipti.

Ættingjar Menezes hafa sagt að þeir ætli að undirbúa málssókn á hendur lögreglunni. Menezes var skotinn þegar hann lagði á flótta undan lögreglumönnum sl. föstudag. Í ljós kom síðar, að Menezes tengdist ekki með neinum hætti tilraun sem gerð var til sprengjuárásar í Lundúnum sl. fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert